Veður

Gular við­varanir í nótt og á morgun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gulu viðvaranirnar ná yfir allt Norðurland og Austurland og hluta Suðurlands.
Gulu viðvaranirnar ná yfir allt Norðurland og Austurland og hluta Suðurlands. Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir verða í gangi á Norðurlandi, Austurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu í nótt og á morgun. Búist er við varasömu ferðaveðri. 

Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld.

Vestfirðir

Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi.

Strandir og Norðurland vestra

Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi.

Norðurland eystra

Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi.

Austurland að Glettingi

Norðvestan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum. Einnig má búast við hríðarveðri á fjallvegum fram undir hádegi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður

Austfirðir

Norðvestan 18-25 m/s og vindhviður allvíða yfir 35 m/s. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Varasamt ferðaveður.

Suðausturland

Norðvestan 18-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Varasamt ferðaveður.

Miðhálendið

Norðvestan 18-25 m/s og vindhviður allvíða yfir 35 m/s. Snjókoma norðantil. Varasamt ferðaveður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×