Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld.
Vestfirðir
Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi.
Strandir og Norðurland vestra
Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi.
Norðurland eystra
Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi.
Austurland að Glettingi
Norðvestan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum. Einnig má búast við hríðarveðri á fjallvegum fram undir hádegi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður
Austfirðir
Norðvestan 18-25 m/s og vindhviður allvíða yfir 35 m/s. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Varasamt ferðaveður.
Suðausturland
Norðvestan 18-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Varasamt ferðaveður.
Miðhálendið
Norðvestan 18-25 m/s og vindhviður allvíða yfir 35 m/s. Snjókoma norðantil. Varasamt ferðaveður.