Glittir í sumarið um mánaðamót Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2023 11:50 Það bíða allir eftir sumrinu, eins og Bubbi söng í laginu Aldrei fór ég suður. Vísir/Vilhelm Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna storms sem mun ganga yfir landið á morgun. Áfram mun veðrinu fylgja snjór eða krapi, líkt og féll um helgina. Veðurfræðingur segir hér um að ræða framhald af vetrinum en glitta fari í sumarið um mánaðamót. Veðrið alls staðar á landinu, nema á Austurlandi, var vægast sagt leiðinlegt í gær. Í höfuðborginni skiptust á skin og skúrir og var éljagangur þar að auki um hríð. Svo virðist sem veðurguðirnir ætli ekki að snúa þessu við í bráð. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út á öllu landinu, utan Austurlands, Austfjarða og Suðausturlands á morgun. „Þetta eru svona dreggjar af vetrinum. Það eru kaldir pokar sem leynast hér og þar á norðurhjaranum og það er eins og þeir stefni allir til okkar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi tíð heldur áfram og við erum að fá yfir okkur aðra svona lægð með köldu lofti úr vestri á morgun og það hvessir dálítið með henni,“ segir Einar. „Síðdegis á morgun þá gerir vind af stormstyrk hér á Vesturlandi, milli klukkan tvö og sex, eitthvað svoleiðis.“ Næstu dagar og fram yfir næstu helgi verði veðrið svipað. Það sé þó ekki langt í sumarið. „Loftið hér fyrir sunnan okkur er farið að hlýna. Það er farið að bera keim af sumri og eftir því sem nær dregur júnímánuði, því mun meiri líkur á því að eitthvað af þessu hlýja lofti komist til okkar,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að sumarið sé rétt handan við hornið.Vísir „Í lok maí og byrjun júní sjáum við breytingar, þar sem spáð er háþrýstisvæði hér suður og austur af landinu. Með þeirri stöðu veðurkerfanna berst til okkar mildara loft og þá koma klárlega sumarlegir dagar.“ Og þó vorið hafi verið kalt sé nóg af hlýindum í vændum. „Mælingar leiða það mjög skýrt í ljós á síðustu 20-30 árum að sumarið er að lengjast þeim megin, það er að segja að september er hlýrri en áður og eins og var til dæmis í fyrra voru eiginlega bestu dagar sumarsins í byrjun september.“ Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Skýjað og sums staðar blautt Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Sjá meira
Veðrið alls staðar á landinu, nema á Austurlandi, var vægast sagt leiðinlegt í gær. Í höfuðborginni skiptust á skin og skúrir og var éljagangur þar að auki um hríð. Svo virðist sem veðurguðirnir ætli ekki að snúa þessu við í bráð. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út á öllu landinu, utan Austurlands, Austfjarða og Suðausturlands á morgun. „Þetta eru svona dreggjar af vetrinum. Það eru kaldir pokar sem leynast hér og þar á norðurhjaranum og það er eins og þeir stefni allir til okkar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi tíð heldur áfram og við erum að fá yfir okkur aðra svona lægð með köldu lofti úr vestri á morgun og það hvessir dálítið með henni,“ segir Einar. „Síðdegis á morgun þá gerir vind af stormstyrk hér á Vesturlandi, milli klukkan tvö og sex, eitthvað svoleiðis.“ Næstu dagar og fram yfir næstu helgi verði veðrið svipað. Það sé þó ekki langt í sumarið. „Loftið hér fyrir sunnan okkur er farið að hlýna. Það er farið að bera keim af sumri og eftir því sem nær dregur júnímánuði, því mun meiri líkur á því að eitthvað af þessu hlýja lofti komist til okkar,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að sumarið sé rétt handan við hornið.Vísir „Í lok maí og byrjun júní sjáum við breytingar, þar sem spáð er háþrýstisvæði hér suður og austur af landinu. Með þeirri stöðu veðurkerfanna berst til okkar mildara loft og þá koma klárlega sumarlegir dagar.“ Og þó vorið hafi verið kalt sé nóg af hlýindum í vændum. „Mælingar leiða það mjög skýrt í ljós á síðustu 20-30 árum að sumarið er að lengjast þeim megin, það er að segja að september er hlýrri en áður og eins og var til dæmis í fyrra voru eiginlega bestu dagar sumarsins í byrjun september.“
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Skýjað og sums staðar blautt Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Sjá meira
Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33