Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. maí 2023 19:16 Trevi gosbrunnurinn er vinsæll áfangastaður þeirra sem heimsækja Róm. Hann var hannaður af ítalska arkitektinum Nicola Salvi en byggingu hans lauk árið 1762. Mauro Scrobogna/LaPresse via AP Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023 Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023
Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira