Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 18. maí 2023 21:17 Myndin er tekin í Lugo í Emilia Romagna héraði í dag. Getty/Masiello Hátt í tuttugu þúsund hafa flúið heimili sín og þrettán farist vegna gríðarlegra flóða í norðausturhluta Ítalíu. Yfir tuttugu ár hafa flætt yfir bakka sína og á þriðja hundrað aurskriður féllu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ítalíu jafnast rigningarmagnið, sem féll síðustu tvo sólarhringa, við það sem yfirleitt rignir á hálfu ári á svæðinu. Nær allar ár á svæðinu milli borgarinnar Rimini við norðausturströndina að borginni Bologna flæddu yfir bakka sína og 280 aurskriður hafa falllið. Kallað hefur verið eftir því að flóðavarnir verði bættar.Grafík/Hjalti Víða voru íbúðarhús ekki rýmd fyrr en á síðustu stundu og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir í allan dag. „Okkur var verulega brugðið því við búum hér bak við veggina á fyrstu hæð. Við óttuðumst að vatnið myndi flæða yfir þennan vegg. Þess vegna voru íbúarnir fluttir á brott frá öllum hæðum hússins um klukkan eitt eftir miðnætti,“ segir Claudia, íbúi í Faenza. Emilia-Romagna kappaksturinn í Imola var blásinn af vegna flóðanna. Tónleikar Bruce Springsteen, sem eiga að fara fram í Ferrara í kvöld, eru enn á dagskrá. Skipuleggjendur hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndir fyrir að fresta ekki tónleikunum. Fimmtíu þúsund hafa keypt miða á tónleikana en ólíklegt er talið að svo margir komist vegna náttúruhamfaranna. Þá hafa margir nú kallað eftir að gerð verði viðbragðsáætlun við loftslagstengdum hamförum sem gildi fyrir allt landið og að flóðvarnir verði bættar. „Satt best að segja þarf að grípa til nýrra aðgerða á sviði flóðavarna um allt land. Það sem gerðist í Emilia-Romagna átti sér einnig stað í Ischia en með öðrum hætti þó. Slíkt gæti einnig gerst hvar sem er í landinu,“ sagði Nello Musumeci almannavarnaráðherra Ítalíu í dag. Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ítalíu jafnast rigningarmagnið, sem féll síðustu tvo sólarhringa, við það sem yfirleitt rignir á hálfu ári á svæðinu. Nær allar ár á svæðinu milli borgarinnar Rimini við norðausturströndina að borginni Bologna flæddu yfir bakka sína og 280 aurskriður hafa falllið. Kallað hefur verið eftir því að flóðavarnir verði bættar.Grafík/Hjalti Víða voru íbúðarhús ekki rýmd fyrr en á síðustu stundu og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir í allan dag. „Okkur var verulega brugðið því við búum hér bak við veggina á fyrstu hæð. Við óttuðumst að vatnið myndi flæða yfir þennan vegg. Þess vegna voru íbúarnir fluttir á brott frá öllum hæðum hússins um klukkan eitt eftir miðnætti,“ segir Claudia, íbúi í Faenza. Emilia-Romagna kappaksturinn í Imola var blásinn af vegna flóðanna. Tónleikar Bruce Springsteen, sem eiga að fara fram í Ferrara í kvöld, eru enn á dagskrá. Skipuleggjendur hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndir fyrir að fresta ekki tónleikunum. Fimmtíu þúsund hafa keypt miða á tónleikana en ólíklegt er talið að svo margir komist vegna náttúruhamfaranna. Þá hafa margir nú kallað eftir að gerð verði viðbragðsáætlun við loftslagstengdum hamförum sem gildi fyrir allt landið og að flóðvarnir verði bættar. „Satt best að segja þarf að grípa til nýrra aðgerða á sviði flóðavarna um allt land. Það sem gerðist í Emilia-Romagna átti sér einnig stað í Ischia en með öðrum hætti þó. Slíkt gæti einnig gerst hvar sem er í landinu,“ sagði Nello Musumeci almannavarnaráðherra Ítalíu í dag.
Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira