Veður

Gular við­varanir á morgun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gulu viðvaranirnar taka gildi eftir hádegi á morgun.
Gulu viðvaranirnar taka gildi eftir hádegi á morgun.

Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. 

Ökumenn ökutækja sem taka á sig mikinn vind þurfa að hafa mikinn vara á. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er ekki talið að fleiri viðvaranir verði settar í gang en þessar gætu þó lengst. Sem stendur renna þær út á miðnætti á morgun. 

Breiðafjörður

Sunnan og suðvestan hvassviðri, 15-20 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dölunum. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Vestfirðir

Suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Strandir og Norðurland vestra

Sunnan og suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×