Erlent

Selenskí í ó­væntri heim­sókn á Bret­lands­eyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Selenskí heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær eftir stopp í Þýskalandi.
Selenskí heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær eftir stopp í Þýskalandi. AP/Michel Euler

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak.

Bretar tilkynnti síðastliðinn fimmtudag að þeir ætluðu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar stýriflaugar til að nota gegn innrásarher Rússa. Selenskí hefur síðustu daga verið á einskonar hringferð um Evrópu þar sem hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga til að biðja um meiri hergögn og aðstoð í baráttunni við Rússa.

Á Twitter sagðist Selenskí myndu hitta „vin“ sinn Sunak og eiga við hann þýðingarmiklar viðræður. Hann sagði Breta hafa verið leiðandi í því að auka getu Úkraínumanna til að berjast á jörðu niðri og í loftinu og að framhald yrði á samvinnu ríkjanna í dag.

BBC segir fundinn þó líklega ekki verða lengri en tvo tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×