Veður

Skúrir á sunnan­verðu landinu og hiti að tíu stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu fjögur til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður á Suður- og Vesturlandi.
Hiti verður á bilinu fjögur til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður á Suður- og Vesturlandi. Vísir/Vilhelm

Þessa dagana er hæð yfir Grænlandi og norður af landinu sem stýrir veðrinu hjá okkur, ásamt víðáttumikilli lægð langt suður í hafi.

Á vef Veðurstofunnar segir að gera megi ráð fyrir austlægri átt en að vindur nái sér ekki á strik, nema helst að það blási aðeins með suðurströndinni.

„Í dag geta dálitlar skúrir fallið á sunnanverðu landinu, en yfirleitt þurrt norðantil. Hiti 4 til 10 stig yfir daginn. Á morgun ætti hins vegar að vera þurrt á öllu landinu.

Á fimmtudag berst til okkar rakara loft þegar líður á daginn og má þá búast við dálítilli rigningu nokkuð víða. Norðanlands verður hins vegar áfram þurrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan 8-13 m/s syðst, en hægari annars staðar. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en bjartviðri norðanlands. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn.

Á fimmtudag: Austan og suðaustan 3-8, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað og dálítil rigning suðaustantil, en bjart með köflum norðan heiða. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag: Austlæg átt og rigning öðru hverju, en úrkomulítið norðanlands. Hiti á bilinu 6 til 13 stig að deginum.

Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt og víða skýjað, en þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×