Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 26. apríl 2023 10:13 Frá leitinni að stúlkunni. AP/Claus Bech Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Lögreglan á Suður-Sjálandi og Lolland-Falster í Danmörku hélt í dag blaðamannafund vegna rannsóknarinnar á manni sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup. Stúlkan fannst á lífi tæpum sólarhring eftir að hún hvarf og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Búið er að ákæra hann fyrir að nema hana á brott og er hann einnig grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað á meðan hann hélt henni fastri á heimili sínu. Á blaðamannafundinum greindi lögreglan frá því að maðurinn, sem er 32 ára gamall, hafi einnig verið ákærður fyrir að myrða Emilie Meng árið 2016 en hún var þá sautján ára gömul. Hún fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadag það ár en þá hafði hún verið týnd í fimm mánuði. Morðingi Meng hefur aldrei fundist en lögreglan hefur grunað nokkra um að bera ábyrgð á morðinu, meðal annars Peter Madsen sem drap blaðakonuna Kim Wall í kafbát árið 2017. Þá var skoðað hvort morðið á Birnu Brjánsdóttur hér á landi í byrjun janúar árið 2017 tengdist morðinu á Meng. Í ljós kom þó að engin tengsl voru þar á milli. Að sögn lögreglunnar verður skoðað hvort maðurinn tengist öðrum óupplýstum sakamálum í landinu. Grunur um að hann tengdist morðinu á Meng kviknaði mjög snemma er hvarfið var rannsakað. Maðurinn hefur gengist undir DNA-próf sem verður notað í málinu. Lögreglan hefur óskað eftir vinnufrið við vinnslu málsins og munu lögreglufulltrúar ekki tjá sig frekar um rannsóknina. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Lögreglan á Suður-Sjálandi og Lolland-Falster í Danmörku hélt í dag blaðamannafund vegna rannsóknarinnar á manni sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup. Stúlkan fannst á lífi tæpum sólarhring eftir að hún hvarf og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Búið er að ákæra hann fyrir að nema hana á brott og er hann einnig grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað á meðan hann hélt henni fastri á heimili sínu. Á blaðamannafundinum greindi lögreglan frá því að maðurinn, sem er 32 ára gamall, hafi einnig verið ákærður fyrir að myrða Emilie Meng árið 2016 en hún var þá sautján ára gömul. Hún fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadag það ár en þá hafði hún verið týnd í fimm mánuði. Morðingi Meng hefur aldrei fundist en lögreglan hefur grunað nokkra um að bera ábyrgð á morðinu, meðal annars Peter Madsen sem drap blaðakonuna Kim Wall í kafbát árið 2017. Þá var skoðað hvort morðið á Birnu Brjánsdóttur hér á landi í byrjun janúar árið 2017 tengdist morðinu á Meng. Í ljós kom þó að engin tengsl voru þar á milli. Að sögn lögreglunnar verður skoðað hvort maðurinn tengist öðrum óupplýstum sakamálum í landinu. Grunur um að hann tengdist morðinu á Meng kviknaði mjög snemma er hvarfið var rannsakað. Maðurinn hefur gengist undir DNA-próf sem verður notað í málinu. Lögreglan hefur óskað eftir vinnufrið við vinnslu málsins og munu lögreglufulltrúar ekki tjá sig frekar um rannsóknina.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20