Erlent

Filippa fannst á lífi

Árni Sæberg skrifar
Lögreglustjórinn Kim Kliver greindi frá því rétt í þessu að Filippa hafi fundist á lífi.
Lögreglustjórinn Kim Kliver greindi frá því rétt í þessu að Filippa hafi fundist á lífi. Skjáskot

Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn.

Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglu rétt í þessu. Kim Kliver lögreglustjóri á suður Sjálandi hóf fundinn með þeim gleðifregnum og sagði að lögreglan hafi ekki búist við því að geta flutt slíkar fregnir. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvarf Filippu sem sakamál.

Hann sagði Filippu vera með meðvitund en gaf ekkert frekar upp um líðan hennar.

Þá sagði Kliver í lok fundar að fleiri hafi verið handteknir í tengslum við málið.

Blaðamannafundinn má sjá á vef danska ríkisútvarpsins.

Megi ekki gera lítið úr því sem kom fyrir Filippu

Lögreglustjórinn var eðli málsins samkvæmt hrærður á blaðamannafundinum og þakkaði lögreglumönnum fyrir störf sín við leitina.

„Við teljum samstarfsmenn okkar hafi unnið mikið afrek. Við getum verið ánægð með útkomu þessa máls,“ sagði hann.

Þá segir hann að málið verði tekið mjög alvarlega þó að Filippa sé heil á húfi.

„Við getum glaðst yfir því að Filippa er fundin á lífi. En við verðum að meðhöndla þetta mál af nauðsynlegri nákvæmni. Og þannig megum við ekki gera lítið úr því sem Filippa varð fyrir,“ sagði Kliver.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×