Skoðuðu í þrígang hvort Peter Madsen tengdist morðinu á Emilie Meng Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 10:02 Emilie Meng hvarf árið 2016. Lík hennar fannst á aðfangadag, fimm mánuðum síðar. Vísir/EPA Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. Madsen var árið 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Bókin kemur út þann 23. júní og segir frá máli Emilie Meng. Emilie var aðeins sautján ára þegar hún hvarf í Korsør þann 10. júlí árið 2016. Lík hennar fannst í stöðuvatni á aðfangadag sama ár þegar maður kom auga á það eftir að hundur hans byrjaði að haga sér undarlega. Málið hefur ekki enn verið upplýst. Blaðamennirnir Bo Norström Weile og Jesper Vestergaard Larsen fara yfir málið í bókinni og fjalla um þá sem grunaðir voru um morðið. Nokkrir heimildarmenn þeirra staðfesta að möguleg tengsl Madsen við málið hafi verið skoðuð eftir að hann var handtekinn. Hvarf Emilie Meng vakti mikinn óhug á sínum tíma, en hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør vestast á Sjálandi snemma morguns þann 10. júlí 2016. Þær höfðu verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Þegar Emilie kvaddi vinkonur sínar voru þær á leið í leigubíl heim en hún sjálf hafði ákveðið að ganga um fjögurra kílómetra leið til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert spurðist svo til hennar fyrr en líkið fannst um fimm mánuðum seinna. Lögreglumenn hérlendis sem rannsökuðu mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málanna og fylgdist lögreglan í Danmörku sömuleiðis með rannsókninni hér á landi. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Morðið á Kim Wall Danmörk Tengdar fréttir Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. 13. janúar 2020 10:25 Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. Madsen var árið 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Bókin kemur út þann 23. júní og segir frá máli Emilie Meng. Emilie var aðeins sautján ára þegar hún hvarf í Korsør þann 10. júlí árið 2016. Lík hennar fannst í stöðuvatni á aðfangadag sama ár þegar maður kom auga á það eftir að hundur hans byrjaði að haga sér undarlega. Málið hefur ekki enn verið upplýst. Blaðamennirnir Bo Norström Weile og Jesper Vestergaard Larsen fara yfir málið í bókinni og fjalla um þá sem grunaðir voru um morðið. Nokkrir heimildarmenn þeirra staðfesta að möguleg tengsl Madsen við málið hafi verið skoðuð eftir að hann var handtekinn. Hvarf Emilie Meng vakti mikinn óhug á sínum tíma, en hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør vestast á Sjálandi snemma morguns þann 10. júlí 2016. Þær höfðu verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Þegar Emilie kvaddi vinkonur sínar voru þær á leið í leigubíl heim en hún sjálf hafði ákveðið að ganga um fjögurra kílómetra leið til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert spurðist svo til hennar fyrr en líkið fannst um fimm mánuðum seinna. Lögreglumenn hérlendis sem rannsökuðu mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málanna og fylgdist lögreglan í Danmörku sömuleiðis með rannsókninni hér á landi. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust.
Morðið á Kim Wall Danmörk Tengdar fréttir Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. 13. janúar 2020 10:25 Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. 13. janúar 2020 10:25
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent