Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að yfirleitt fylgi þessu lítil úrkoma og geti hún fallið hvort heldur sem er í fljótandi eða föstu formi. Þar sem frost sé almennt lítið í jörðu stoppi úrkoman stutt við á yfirborðinu, falli hún sem snjór.
Hiti verður núll til sjö stig yfir hádaginn og verður mildast vestanlands. Víða verður næturfrost og kaldast í innsveitum norðaustantil.
Reikna má svipuðu veðri á morgun, en úrkomuminna, einkum um landið suðvestanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og skúrir eða dálítil él á austanverðu landinu og sums staðar sunnan- og vestanlands, en annars bjart með köflum. Víða vægt frost, en hiti að 6 stigum suðvestantil að deginum.
Á föstudag: Norðan 5-13 m/s, vægt frost og úrkomulítið á norðanverðu landinu. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 5 stigum yfir daginn.
Á laugardag og sunnudag: Norðanátt og dálítil él á norðanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él, en yfirleitt bjart veður sunnan- og vestantil. Áfram svalt í veðri.