Íslenski boltinn

„Hefðum getað skorað fleiri en eitt mark dugði“

Andri Már Eggertsson skrifar
Anna Rakel Pétursdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.
Anna Rakel Pétursdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki. Vísir/Vilhelm

Valur vann Breiðablik 1-0 í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði sigurmark Vals og var afar sátt með úrslitin.

„Það var geggjuð tilfinning að skora sigurmarkið gegn Breiðabliki í kvöld. Það var gott að byrja mótið á þremur stigum,“ sagði Anna Rakel Pétursdóttir eftir leik.

Valur vann leikinn 1-0 og Anna Rakel var ánægð með liðsheildina hjá Val sem að hennar mati stóð upp úr.

„Mér fannst liðsheildin standa upp úr. Það var mikil orka inn á vellinum og við höfðum trú á þessu sem skilaði sér í kvöld.“

Fyrri hálfleikur var afar lokaður þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Þrátt fyrir það voru engar áherslubreytingar. 

„Það voru engar stórar breytingar í hálfleik. Við lögðum bara áherslu á að halda okkar leik og þá vitum við að það er erfitt að stoppa okkur.“

Fyrir mark Vals hafði Breiðablik fengið tvö dauðafæri sem gestirnir misnotuðu og Anna var ánægð með að hafa náð að brjóta ísinn sem reyndist eina mark leiksins.

„Það var mjög mikilvægt að skora þetta mark. Við komumst oft í góðar stöður og hefðum getað skorað fleiri en eitt mark dugði í kvöld. Það var spenna fram að síðustu mínútu sem var nákvæmlega eins og við vildum hafa það,“ sagði Anna Rakel Pétursdóttir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×