Enski boltinn

Gleði­tár féllu er Hollywood-lið Wrex­ham batt enda á fimmtán ára út­legð sína

Aron Guðmundsson skrifar
Wrexham mun leika í ensku D-deildinni á næsta tímabili
Wrexham mun leika í ensku D-deildinni á næsta tímabili Visir/Getty

Velska knatt­­spyrnu­­fé­lagið Wrex­ham tryggði sér í dag sæti í ensku D-deildinni á næsta tíma­bili með sigri á Bor­eham Wood. Þar með bindur liðið enda á 15 ára út­­legð sína frá ensku deildar­­keppninni.

Það féllu gleði­tár hjá stuðnings­mönnum sem og eig­endum Wrex­ham, Hollywood stjörnunum Ryan Reynolds og Rob McEl­henn­ey undir leiks­lok þegar að mikil­vægi stundarinnar rann upp fyrir þeim.

Wrex­ham mun á næsta tíma­bili, enn á ný, taka þátt í ensku deildar­keppninni eftir 15 ár í utan­deildinni.

Fyrir leik dagsins gegn Bor­eham Wood í dag var ljóst að sigur myndi tryggja Wrex­ham upp um deild en einnig verða til þess að liðið yrði deildar­meistari ensku utan­deildarinnar.

Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir þá rauð­klæddu því strax á 1. mínútu leiksins kom Lee Nd­lovu Bor­eham Wood yfir með marki.

Elliot Lee, sóknar­maður Wrex­ham sá hins vegar til þess að leikar urðu aftur jafnir er hann skoraði á 15. mínútu.

Tvö mörk frá stjörnu­fram­herja Wrex­ham, Paul Mullin, í síðari hálf­leik sáu svo til þess að draumur Wrex­ham rættist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×