Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði dálítil rigning eða snjókoma og þungt yfir norðan- og austanlands og þokusúld við ströndina en að mestu léttskýjað sunnan heiða.
Hiti verður á bilinu þrjú til ellefu stig, hlýjast á Suður- og Suðausturlandi.
Í kvöld lægir og á morgun verður hæg breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp sunnanlands síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en vaxandi austanátt og þykknar upp sunnantil síðdegis. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.
Á sunnudag: Austan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast syðst. Rigning með köflum en lengst af þurrt á Norðurlandi. Bætir í úrkomu sunnantil um kvöldið. Hiti 4 til 11 stig.
Á mánudag: Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en bjart að mestu norðaustanlands, hvassast suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Suðlæg átt og skúrir, en yfirleitt bjart um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.
Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Skýjað og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjartvirði norðantil. Hiti 6 til 13 stig að deginum.
Á fimmtudag: Líkleg breytileg átt með úrkomu um norðvestanvert landið en annars þurrt að kalla. Kólnar heldur.