Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 20:01 Að minnsta kosti einn maður lést og um 25 særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús í borginni Zaporizhzhia í dag. Þeirra á meðal eru tvö börn. AP/Kateryna Klochko Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11