Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 09:57 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir bersýnilegt að Pútín sé sekur um stríðsglæpi og segir Alþjóðlega sakamáladómstólinn hafa sent sterk skilaboð. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. Biden sagði samkvæmt frétt BBC að þó Bandaríkin væru ekki aðilar að ICC sendi handtökuskipunin sterk skilaboð. „Hann hefur bersýnilega framið stríðsglæpi,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sakað Pútín og hersveitir Rússlands um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Rússar hafa ekki farið leynt með að þeir hafi flutt fjölda barna frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum, jafnvel þó börnin séu ekki munaðarlaus. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að verið sé að bjarga börnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Vladimír Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Yfirvöld í Rússlandi segja handtökuskipunina marklausa. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Lvova-Belova brást við handtökuskipuninni af mikilli kaldhæðni en kallaði úkraínsku börnin „börnin okkar“. Hún hefur sjálf ættleitt minnst eitt barn frá Úkraínu. „Það er frábært að alþjóðasamfélagið kunni að meta vinnu okkar við að bjarga börnum okkar frá stríðssvæði, að við flytjum þau á brott og sköpum góðar aðstæður fyrir þau, að við umkringjum þau ástúðlegu og umhyggjuríku fólki,“ sagði Lvova-Belova samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín og ráðamenn í Rússlandi hafa frá því innrásin hófst í fyrra ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og úkraínska þjóðin sömuleiðis. Sagði ákvörðunina sögulega Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði ákvörðun dómaranna sögulega. Hann sagði Pútín hryðjuverkaleiðtoga sem hefði þvingað minnst sextán þúsund börn til að fara til Rússlands. Raunverulegur fjöldi barna sem Rússar hefðu rænt væri líklega mun meiri. International Criminal Court issues warrant of arrest for Putin. The historic decision, from which historical responsibility will begin. pic.twitter.com/cUW0WbeGKJ— (@ZelenskyyUa) March 17, 2023 Ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram þar sem Rússar eru ekki aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun ICC og Pútín er ólíklegur til að gefa sig fram við dómstólinn. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Nóg að vera mennskur BBC hefur eftir Karim Khan, saksóknara ICC, að handtökuskipunin byggi á sönnunargögnum og orðum Pútíns og Lvova-Belova. Upprunalega átti að hafa handtökuskipunina leynilega en hætt var við það með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari glæpi. „Ekki má koma fram við börn eins og ránsfeng í stríði. Það má ekki flytja þau úr landi,“ sagði Khan. „Maður þarf ekki að vera lögmaður til að sjá hve svívirðilegur þessi glæpur er. Maður þarf að vera mennskur.“ Khan benti einnig á að á sínum tíma hélt enginn að Sloban Milosevic, leiðtogi Serbíu, myndi enda í réttarhöldum fyrir stríðsglæpi í Króatíu, Bosníu og Kósóvó. Svo hafi þó farið. „Ykkur sem finnst þið geta framið glæpi í dagsbirtu og sofið vel á næturnar, ættuð kannski að skoða söguna.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Khan, þar sem hann ræðir handtökuskipanirnar og glæpi Rússa. #ICC Prosecutor #KarimAAKhanKC spoke to @France24 on the issuance of arrest warrants against Vladimir Putin and Ms. Maria Lvova-Belova. pic.twitter.com/4O9ulCJQ5i— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 18, 2023 Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Biden sagði samkvæmt frétt BBC að þó Bandaríkin væru ekki aðilar að ICC sendi handtökuskipunin sterk skilaboð. „Hann hefur bersýnilega framið stríðsglæpi,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sakað Pútín og hersveitir Rússlands um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Rússar hafa ekki farið leynt með að þeir hafi flutt fjölda barna frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum, jafnvel þó börnin séu ekki munaðarlaus. Yfirvöld í Rússlandi hafa sagt að verið sé að bjarga börnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Vladimír Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Yfirvöld í Rússlandi segja handtökuskipunina marklausa. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Lvova-Belova brást við handtökuskipuninni af mikilli kaldhæðni en kallaði úkraínsku börnin „börnin okkar“. Hún hefur sjálf ættleitt minnst eitt barn frá Úkraínu. „Það er frábært að alþjóðasamfélagið kunni að meta vinnu okkar við að bjarga börnum okkar frá stríðssvæði, að við flytjum þau á brott og sköpum góðar aðstæður fyrir þau, að við umkringjum þau ástúðlegu og umhyggjuríku fólki,“ sagði Lvova-Belova samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín og ráðamenn í Rússlandi hafa frá því innrásin hófst í fyrra ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og úkraínska þjóðin sömuleiðis. Sagði ákvörðunina sögulega Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði ákvörðun dómaranna sögulega. Hann sagði Pútín hryðjuverkaleiðtoga sem hefði þvingað minnst sextán þúsund börn til að fara til Rússlands. Raunverulegur fjöldi barna sem Rússar hefðu rænt væri líklega mun meiri. International Criminal Court issues warrant of arrest for Putin. The historic decision, from which historical responsibility will begin. pic.twitter.com/cUW0WbeGKJ— (@ZelenskyyUa) March 17, 2023 Ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram þar sem Rússar eru ekki aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun ICC og Pútín er ólíklegur til að gefa sig fram við dómstólinn. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Nóg að vera mennskur BBC hefur eftir Karim Khan, saksóknara ICC, að handtökuskipunin byggi á sönnunargögnum og orðum Pútíns og Lvova-Belova. Upprunalega átti að hafa handtökuskipunina leynilega en hætt var við það með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari glæpi. „Ekki má koma fram við börn eins og ránsfeng í stríði. Það má ekki flytja þau úr landi,“ sagði Khan. „Maður þarf ekki að vera lögmaður til að sjá hve svívirðilegur þessi glæpur er. Maður þarf að vera mennskur.“ Khan benti einnig á að á sínum tíma hélt enginn að Sloban Milosevic, leiðtogi Serbíu, myndi enda í réttarhöldum fyrir stríðsglæpi í Króatíu, Bosníu og Kósóvó. Svo hafi þó farið. „Ykkur sem finnst þið geta framið glæpi í dagsbirtu og sofið vel á næturnar, ættuð kannski að skoða söguna.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Khan, þar sem hann ræðir handtökuskipanirnar og glæpi Rússa. #ICC Prosecutor #KarimAAKhanKC spoke to @France24 on the issuance of arrest warrants against Vladimir Putin and Ms. Maria Lvova-Belova. pic.twitter.com/4O9ulCJQ5i— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 18, 2023
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira