Funduðu í fjóra og hálfan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 10:26 Xi Jinping Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52
Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05