Enski boltinn

Brig­hton þægi­lega í undan­úr­slitin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Brighton fagna einu fimm marka sinna í dag.
Leikmenn Brighton fagna einu fimm marka sinna í dag. Andrew Matthews/Getty Images

Brighton & Hove Albion er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi eftir 5-0 sigur á D-deildarliði Grimsby Town í dag.

Þó sigurinn hafi á endanum verið nokkuð öruggur þá tók það sinn tíma fyrir Brighton að brjóta gestina endanlega á bak aftur. Deniz Undaz kom úrvalsdeildarliðinu yfir eftir aðeins sex mínútna leik en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Evan Ferguson tvöfaldaði forystuna á 51. mínútu og hélt hann hefði skorað annað mark sitt og þriðja mark Brighton aðeins fimm mínútum síðar. Það mark var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.

Ferguson bætti á endanum við öðru marki sínu og þriðja marki Brighton þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Solly March skoraði fjórða markið á 82. mínútu og á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Kaoru Mitoma fimmta mark heimamanna.

Lokatölur 5-0 og Brighton komið í undanúrslit ásamt Manchester City og Sheffield United. Síðar í dag kemur í ljós hvort Manchester United eða Fulham verði síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×