Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 18:51 Frá jarðarför úkraínsks sjálfboðaliða sem féll í átökum við Rússa. AP/Emilio Morenatti Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. „Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
„Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30