Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 18:51 Frá jarðarför úkraínsks sjálfboðaliða sem féll í átökum við Rússa. AP/Emilio Morenatti Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. „Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
„Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent