Veður

Frost að fimm­tán stigum en gæti sést í rauðar tölur á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram verður norðanátt í dag.
Áfram verður norðanátt í dag. Vísir/Vilhelm

Líkt og verið hefur er norðlæg átt yfir landinu og verður víða léttskýjað sunnan- og vestantil. Reikna má með éljum um landið norðaustanvert, en léttir smám saman til þar þegar líður á daginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði tvö til fimmtán stig og verður kaldast inn til landsins.

Á morgun verður veðrið svo svipað en éljabakki kemur inn á norðausturland aftur. Heldur dragi úr frosti og syðst á landinu gætu farið að sjást í hitatölur yfir frostmarki, þótt ekki verði þær margar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan 5-13 m/s og víða bjart, en norðan 10-15 austast og éljagangur. Hiti nálægt frostmarki með suðurströndinni, en niður í 12 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á föstudag: Norðaustan- og austan 3-10 m/s, skýjað að mestu og sums staðar dálítil él. Austan 8-15 syðst um kvöldið og líklega með snjókomu suðvestantil. Frost 0 til 7 stig.

Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum suðvestantil, annars yfirleitt þurrt. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á sunnudag: Norðaustlæg átt. El víða um land en lengst af þurrt um landið norðvestanvert. Frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins norðantil, en frostlaust syðst.

Á mánudag: Fremur hæg norðlæg átt og stöku él norðaustantil og um landið suðvestanvert, annars víða léttskýjað. Herðir á frosti, einkum fyrir norðan.

Á þriðjudag: Útlit fyrir austlæga átt. Allvíða dálítil úrkoma og fremur kalt, en frostlaust við suður- og suðvesturströndina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×