Íslenski boltinn

Valur fær Kana sem spilaði í Dan­mörku og ungan KR-ing

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísabella Sara í leik með KR síðasta sumar.
Ísabella Sara í leik með KR síðasta sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna sömdu í dag við tvo leikmenn. Um er að ræða hina bandarísku Haley Lanier Berg sem og hina efnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur.

Framherjinn Haley Berg kemur til Vals eftir að hafa spilað með FC Nordsjælland í Danmörku fyrir áramót.

Það verður seint sagt að hún hafi verið iðinn við kolann í Danaveldi en hin 24 ára gamla Berg komst ekki á blað í þeim 9 leikjum sem hún lék fyrir Nordsjælland. Þar áður lék hún með Houston Das í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum.

Unglingalandsliðskonan Ísabella Sara hefur einnig samið við Íslands- og bikarmeistarana. Hún kemur frá nágrönnunum í KR sem munu leika í Lengjudeildinni eftir að hafa fallið síðasta sumar.

Ísabella Sara, sem er fædd árið 2006, spilaði 16 leiki með KR á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk. Hún á að baki 22 leiki fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Í þeim hefur hún skorað 8 mörk.

Besta deild kvenna hefst á stórleik þann 25. apríl næstkomandi þegar Valur fær Breiðablik í heimsókn á Hlíðarenda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.