Veður

Á­fram norð­læg átt í vændum

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður á bilinu fjögur til fimmtán stig í dag.
Frost á landinu verður á bilinu fjögur til fimmtán stig í dag. Vísir/Vilhelm

Áfram er norðlæg átt í vændum og verður vindur víða á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu. Hvassari vindstrengir geta látið á sér kræla við austurströndina. Frost verður á bilinu átta til fimmtán stig í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það megi búast við éljum á Norður- og Austurlandi og jafnvel samfellda snjókoma um tíma á norðaustanverðu landinu á morgun. Það geta því verið slæm akstursskilyrði á þeim slóðum.

„Sunnan heiða verður þurrt og bjart veður. Það er áfram útlit fyrir talsvert frost á öllu landinu. Spár gera ráð fyrir að það dragi úr frostinu á fimmtudag og föstudag.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg átt 8-15 m/s. Snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 4 til 12 stig.

Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma norðaustan- og austanlands, en þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Frost 2 til 9 stig.

Á föstudag: Norðaustan- og austan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar dálítil él. Hiti kringum frostmark, en vægt frost norðanlands.

Á laugardag: Austlæg átt og þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag: Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×