Frostið mun að öllum líkindum vara fram að næstu helgi.vísir/vilhelm
Frost verður allt á bilinu 6 til 22 stig í dag. Ekkert lát virðist ætla að verða á kuldakastinu sem hefur bitið síðustu daga.
Kaldast verður inn til landsins norðaustanlands. Áframhaldandi norðlæg átt verður á landinu, víða 5-13 m/s en að 15 m/s suðaustantil. Éljagangur verður á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað.
Gert er ráð fyrir því að frostið verði svipað næstu vikuna. Á morgun er gert ráð fyrir éljum á norðurhelming landsins en annars bjart. Frost 2 til 14 stig.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldinn stafi af hreinræktuðu heimskautalofti af ísbreiðunum nærri norðurpólnum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.