Veður

Á­fram kalt, dá­litil él norðan­til og bjart sunnan heiða

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Reykjavíkurhöfn á köldum vetrarmorgni.
Úr Reykjavíkurhöfn á köldum vetrarmorgni. Vísir/Vilhelm

Norðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga og má reikna með dálitlum éljum á norðanverðu landinu en yfirleitt bjart sunnan heiða.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði kalt í veðri með frosti á bilinu fimm til fimmtán stig. Kaldast verður inn til landsins.

Hvessir og bætir í él austantil um tíma á mánudag og þriðjudag.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil él á norðanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost víða á bilinu 8 til 16 stig.

Á mánudag: Norðlæg átt 8-15 með éljum, en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri. Hvessir austantil um kvöldið.

Á þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg átt með éljum eða snjókomu á norðurhelmingi landsins, en bjart með köflum sunnanlands. Frost 5 til 13 stig.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðlæga átt, bjart að mestu en dálítil él á norðanverðu landinu. Frost 6 til 15 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×