Á vef Veðurstofunnar segir að éljagangurinn sé einkum bundinn við norðan- og austanvert landið, en lengri kaflar með björtu og sólríku veðri annars staðar. Reikna má með frosti á bilinu eitt til tólf stig þar sem kaldast verður inn til landsins.
„Þegar loftmassinn yfir landinu er orðinn þetta kaldur, á hann erfitt að halda í mikinn raka og verður því úrkomumagnið ekki mikið. Eins breytist samsetning ískristallana sem gerir það að verkum að snjórinn bindst ílla saman og snjókornin eru smá. Þetta kallar skíðaáhugafólk gjarnan púðursjó. Eins er svona snjór mjög léttur og skefur mjög auðveldlega,“ segir í færslu veðurfræðingsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s og éljagangur norðan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 9 stig, minnst syðst.
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Áframhaldandi norðlægar áttir með éljum, en lengst af úrkomulaust og bjart veður syðra. Talsvert frost.
Á mánudag og þriðjudag: Norðaustanátt með éljum, en bjartviðri suðvestanlands. Dregur heldur úr frosti.