Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2023 12:50 Prigozhin ávarpaði Vólódímír Selenskí í myndskeiði fyrir helgi og hvatti forsetann til að draga hermenn sína til baka frá Bakhmut. AP/Prigozhin Press Service Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira