Enski boltinn

Man United áfram á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alessia Russo fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag.
Alessia Russo fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag. Matt McNulty/Getty Images

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli.

Enska landsliðskonan Alessia Russo var allt í öllu hjá Manchester United. Hún skoraði fyrstu þrjú mörk heimaliðsins áður en hún lagði upp fjórða markið á Leah Galton. Það var svo Lucia Garcia Cordoba sem fullkomnaði 5-1 sigur en Leicester hafði minnkað muninn í 2-1 í upphafi síðari hálfleiks.

Nágrannar United í City unnu 3-1 sigur á Tottenham Hotspur þökk sé þrennu Khadija Shaw. Mark Tottenham skoraði Celin Bizet Ildhusoy. Þá tapaði West Ham fyrir Reading á útivelli, lokatölur 2-1. 

Sigrar Manchester-liðana þýða að United er nú á toppnum með 35 stig og City kemur þar á eftir með 32 stig. Þar á eftir kemur Chelsea með 31 stig en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða. West Ham er 7. sæti með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×