„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2023 08:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Getty „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00