„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2023 08:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Getty „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00