Enski boltinn

Rekinn frá Watford en ráðinn af Leeds United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javi Gracia er fyrrum knattspyrnustjóri Valencia á Spáni.
Javi Gracia er fyrrum knattspyrnustjóri Valencia á Spáni. Getty/Manuel Queimadelos

Spánverjinn Javi Gracia verður næsti knattspyrnustjóri Leeds United samkvæmt fréttum frá Englandi og fær það stóra verkefni að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds rak bandaríska stjórann Jesse Marsch fyrir tveimur vikum og hefur verið að leita að eftirmanni hans síðan þá.

Leeds liðið er í erfiðri stöðu í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. 

Gracia þekkir til ensku úrvalsdeildarinnar en hann stýrði Watford fyrir nokkrum árum.

Gracia endaði á því að vera rekinn frá Watford í september 2019 þegar liðið var á botni deildarinnar en hann hafði tímabilið áður skilað Watford liðinu í þrettánda sæti og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Undir stjórn Gracia vann Watford 18 af 56 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og fékk 1,18 stig að meðaltali í leik.

Frá því að hann var í ensku úrvalsdeildinni þá hefur Gracia verið hjá spænska félaginu Valencia auk þess að gera Al Sadd að katörskum meisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×