Enski boltinn

Ræddu ljótar myndir af broti Sabitzer hjá Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sumum þótti Marcel Sabitzer hjá Manchester United sleppa vel um helgina
Sumum þótti Marcel Sabitzer hjá Manchester United sleppa vel um helgina Getty/Robbie Jay Barratt

Maðurinn sem sendi Sigurð Jónsson upp á sjúkrahús í landsleik Íslands og Skotlands á Laugardalsvellinum á níunda áratugnum vildi sjá rautt spjald á leikmann Manchester United um helgina.

Graeme Souness var sérfræðingur Sky Sports og taldi að United hefði sloppið vel frá broti nýja miðjumannsins í liðinu.

Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer fór þá með takkana í hné Leicester mannsins Wout Faes.

Sérfræðingar Sky Sports ræddi brotið og á meðan sýndu þeir ljótar myndir af því hvernig takkarnir hjá Sabitzer fóru beint í fót Faes.

Sabitzer fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir brotið sem var í fyrri hálfleiknum og Manchester United vann leikinn 3-0.

„Ég tel að þetta sé rautt spjald og það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Graeme Souness.

Souness tók það ekki í mál að það hafi bjargað Sabitzer að ná í boltann fyrst. Hann gerði líka lítið úr því að Varsjáin hafi skoðað atvikið.

„Mér alveg saman hvað dómari, sem hefur aldrei spilað leikinn, hefur að segja um þetta. Þetta er bara brottrekstur. Þetta er hættuleg tækling. Ef þetta er ekki hættulegt hvað er það þá,“ spurði Souness eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×