„Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2023 20:15 Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga. Vísir/Sigurjón Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að kæra Manchester City fyrir yfir eitt hundrað brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Sú ákvörðun gæti haft alvarlega afleiðingar. „Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum. Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
„Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira