„Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2023 20:15 Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga. Vísir/Sigurjón Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að kæra Manchester City fyrir yfir eitt hundrað brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Sú ákvörðun gæti haft alvarlega afleiðingar. „Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum. Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
„Það má segja að þetta sé framhald af málinu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, höfðaði gegn Manchester City á sínum tíma. Það sneri að gagnaleka sem átti sér stað árið 2017 eftir að þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti ítarlega grein. Hún fjallaði um það að Man City er búið að oftelja tekjur frá styrktaraðilum, þá aðallega samninginn við Etihad þar sem þeir eru að þiggja greiðslur frá þriðja aðila og Etihad er að borga þeim töluvert lægri fjárhæðir fyrir vikið,“ segir Jóhann Már. „Þetta er ólöglegt og nú er enska úrvalsdeildin búin að höfða mál gegn Man City og ef illa fer gæti félagið verið í slæmum málum.“ „Einnig er vert að taka fram að þjálfarinn Roberto Mancini, fyrrverandi þjálfari liðsins, var talinn hafa þegið greiðslur frá þriðja aðila líka. Aðeins hluti af greiðslunum kom frá Man City, þá ertu farinn að vantelja gjöld og þá er þetta allt hálfgert bókhalds-fiff.“ Hversu langan tíma gæti tekið að fá niðurstöðu í málið? „Erfitt að segja til um það því ég held að þessi niðurstaða frá þessum félagsdómi sem nú tekur til starfa þarf ekki að vera of löng en Man City mun væntanlega áfrýja ef þeir tapa og þá mun það mál vera rekið fyrir breskum dómstólum. Það gæti tekið býsna langan tíma.“ Hverjar gætu orðið afleiðingarnar? „Gætu verið sviptir titlunum sem þeir unnu frá frá 2009 til 2018. Það eru þrír úrvalsdeildartitlar ásamt einum bikartitli og þremur deildarbikartitlum. Einnig gætu þeir verið felldir niður um deild, fengið stórar fjársektir, æðstu stjórnendur dæmdir í löng bönn eða þá misst stig á yfirstandandi tímabili.“ „Það er í raun allt upp á borðinu þar sem það eru engin fordæmi fyrir þessu. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei farið í svona mál gegn svona félagi á þessu stigi,“ sagði Jóhann Már að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira