Veður

Gular við­varanir enn og aftur á morgun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Svona lítur viðvaranakortið út fyrir morgundaginn.
Svona lítur viðvaranakortið út fyrir morgundaginn. Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun.

Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar um landið í nótt og á morgun. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan eitt í nótt á Breiðafirði og á Suðurlandi en búist er við mikilli rigningu þar. Einnig má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.

Um morguninn taka gular viðvaranir vegna vinds síðan gildi á miðhálendinu, Austfjörðum, Austurlandi að Glettingi, Norðurlandi eystra, Ströndum og Vestfjörðum.

Vindhraði verður á bilinu 18 til 25 metrar á sekúndum og gæti náð allt að 35 metrum á sekúndu í vindhviðum við fjöll. Fólk á svæðinu er hvatt til þess að sýna aðgát á morgun. 

Í ábendingum frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að með á norðanverðu Snæfellsnesi og í Ísafjarðardjúpi verði snarpir og varasamir sviptivindar frá um klukkan 9. Sama á við um Norðurland upp úr klukkan 11, einkum vestantil í Eyjafirði norðan Akureyrar og Tröllaskaga. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×