Veður

Gefa út gular við­varanir fyrir nær allt landið

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með hviðum um 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.
Reikna má með hviðum um 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nær allt landið á morgun vegna hvassviðris eða storms og hríðar. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi snemma í fyrramálið og gilda einhverjar fram á kvöld.

Á vef Veðurstofunnar má sjá að viðvaranirnar ná yfir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi.

Fram kemur að það hvessi í kvöld og nótt með austan og suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu á morgun. Víða verður snjókoma eða slydda og hiti kringum frostmark.

Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að reikna megi með hviðum um 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Snjókoma verði á Hellisheiði og blint en fari að rigna fyrir hádegi. Víða hvass vindur og snjókoma síðdegis á fjallvegum um norðanvert landið með erfiðum akstursskilyrðum.

Suðurland

  • Hvassviðri eða stormur, 2. feb. kl. 05:00 – 15:00. Austan og suðaustan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Slydda eða snjókoma í fyrstu og síðan rigning. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Faxaflói

  • Hvassviðri eða stormur, 2. feb. kl. 05:00 – 15:00. Austan og suðaustan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Slydda eða snjókoma í fyrstu og síðan rigning. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Breiðafjörður

  • Hríð. 2. feb. kl. 08:00 – 18:00. Hvöss austanátt og slydda eða snjókoma. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Vestfirðir

  • Hríð. 2. feb. kl. 09:00 – 21:00. Austan 18-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Snjókoma eða slydda, lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Strandir og Norðurland vestra

  • Hríð. 2. feb. kl. 10:00 – 23:59. Austan 18-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Snjókoma eða slydda, lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Norðurland eystra

  • Hríð. 2 feb. kl. 12:00 – 23:59. Hvöss austanátt og slydda eða snjókoma. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Austurland að Glettingi

  • Hríð. 2 feb. kl. 12:00 – 03:00. Hvöss austanátt og slydda eða snjókoma. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Austfirðir

  • Hríð. 2. feb. kl. 12:00 – 23:59. Austan 10-18 m/s og slydda eða snjókoma. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Suðausturland

  • Austan hvassviðri eða stormur. 2. feb. kl. 07:00 – 18:00. Austan 15-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Slydda eða snjókoma og lélegt skyggni, en rigning nálægt hádegi. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og erfið akstursskilyrði.

Miðhálendið

  • Hríð. 2. feb. kl. 08:00 – 19:00. Austan 18-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Ekkert ferðaveður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.