Veður

Hvessir í kvöld og má búast við stormi til fjalla á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við frosti á bilinu núll til sjö stig.
Búast má við frosti á bilinu núll til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir norðaustan fimm til tíu metra á sekúndu og él á Norður- og Austurlandi í dag. Reikna má með hægari vindi og nokkuð björtu veðri sunnan heiða. Frost verður á bilinu núll til sjö stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í kvöld og nótt hvessi og megi búast við hvassri austan- og suðaustanátt á morgun, jafnvel stormi til fjalla og í vindstrengjum nærri fjöllum.

„Það verður úrkoma um allt land og víða í formi slyddu eða snjókomu og hiti kringum frostmark. Á láglendi sunnan- og suðvestanlands fer úrkoman yfir í rigningu á láglendi þegar líður að hádegi og hlýnar á þeim slóðum um tíma.

Seint á morgun snýst síðan í suðvestanátt og það dregur úr vindhraða og úrkomu, fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld og aðra nótt fyrir norðan og austan.

Á föstudag gera spár síðan ráð fyrir að gangi í sunnan hvassviðri eða storm með rigningu og hlýindum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan og suðaustan 13-20 m/s. Víða snjókoma eða slydda og hiti kringum frostmark. Rigning á láglendi sunnan- og suðvestanlands kringum hádegi og hlýnar heldur þar um tíma. Snýst í minnkandi suðvestanátt suðvestantil undir kvöld og dregur úr úrkomu.

Á föstudag: Gengur í sunnan 15-23 með rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnar, hiti 2 til 8 stig síðdegis.

Á laugardag: Hvöss suðvestanátt með éljum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Á sunnudag: Sunnan hvassviðri eða stormur með rigningu og hlýindum.

Á mánudag: Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum og frystir.

Á þriðjudag: Suðvestan stormur með úrkomu og hita kringum frostmark.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×