Enski boltinn

McKennie frá Juventus til Leeds

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
McKennie mun ekki spila meira fyrir Juventus á leiktíðinni.
McKennie mun ekki spila meira fyrir Juventus á leiktíðinni. Sportinfoto/Getty Images

Leeds United heldur áfram að versla nær eingöngu Bandaríkjamenn í leikmannahóp sín og á því varð engin breyting í kvöld þegar Weston McKennie gekk í raðir félagsins á láni frá Juventus á Ítalíu.

McKennie er 24 ára gamall miðjumaur sem hefur leikið með Juventus síðan árið 2020. Þar áður var hann hjá Schalke 04 í Þýskalandi og FC Dallas í heimalandinu. Hann á að baki 41 A-landsleik fyrir Bandaríkin og hefur skorað í þeim 9 mörk.

Lánssamningurinn gildir út þessa leiktíð en að honum loknum getur Leeds fest kaup á McKennie fyrir 33 milljónir evra eða fimm milljarða króna.

McKennie verður þriðji Kaninn í liði Leeds en fyrir eru þeir Brendan Aaronson og Tyle Adams. Þeir spila einnig sem miðjumenn og gæti því Jesse Marsch, bandaríski þjálfari liðsins, stillt upp þriggja manna miðju með eingöngu samlöndum sínum.

Leeds er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig að loknum 19 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×