Enski boltinn

Rashford kom sjóðandi heitur til baka frá HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford fagnar marki í sigrinum á Nottingham Forest í enska deildabikarnum um helgina.
Marcus Rashford fagnar marki í sigrinum á Nottingham Forest í enska deildabikarnum um helgina. Getty/Laurence Griffiths

Fáir leikmenn hafa verið heitari í enska boltanum síðustu vikur en Marcus Rashford, framherji Manchester United.

Rashford hitnaði með þremur mörkum og góðri frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Katar og hefur ekki kólnað síðan hann kom aftur heim til Englands.

Rashford hefur skoraði í öllum leikjum nema einu síðan á HM eins of Sky Sports setti upp í töflu sem sjá má hér fyrir neðan.

Rashford hefur alls skorað 18 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum með Manchester United á leiktíðinni en þar af hafa tíu mörk komið í tíu leikjum frá HM.

Af þessum tíu leikjum hafa sex verið í ensku úrvalsdeildinni og Rashford er með fimm mörk í þeim.

Hann hefur líka skorað fjögur mörk í þremur leikjum United í enska deildabikarnum þar sem liðið hefur unnið þessa þrjá leiki með markatölunni 8-0.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.