Bandaríkjamenn sagðir íhuga að senda sína skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 16:52 Pólskir og bandarískir hermenn við æfingar í Póllandi. Í forgrunni má sjá M1 Abrams skriðdreka. Í bakgrunni eru M2 Bradley bryndrekar en Bandaríkjamenn eru að senda rúmlega hundrað slíka til Úkraínu. EPA/MARCIN BIELECKI Ráðamenn í Bandaríkjunum er sagðir líklegir til að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka á næstunni. Slíkar sendingar gætu verið tilkynntar strax í næstu viku en með þeim myndu Þjóðverjar einnig samþykkja að senda eigin skriðdreka og leyfa öðrum ríkjum að senda þýska skriðdreka. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum úr stjórnsýslu Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Politico hefur einnig heimildir fyrir því að líklega verði skriðdrekar sendir frá Bandaríkjunum til Úkraínu og að verið sé að tala um þrjátíu til fimmtíu skriðdreka. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki viljað senda umrædda skriðdreka til Úkraínu því þeir ganga á sérstöku eldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði til viðhalds og viðgerða en aðrir skriðdrekar. Innviði sem eru ekki til staðar og Bandaríkjamenn segja að taki tíma til að byggja upp. Einnig þurfi reynslu til að gera við þá og það taki einnig tíma að öðlast hana. Bæði Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru að senda töluvert magn bryndreka til Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Ráðamenn nokkurra ríkja í Evrópu hafa sagst vilja senda þýska skriðdreka til Úkraínu. Þrettán ríki eru sögð nota Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi og eru tvö þúsund slíkir sagðir í notkun í heimsálfunni. Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um að senda sér skriðdreka. Pólverjar hafa að undanförnu beitt Þjóðverja miklum þrýstingi en þeir síðarnefndu hafa dregið lappirnar í að leyfa Pólverjum og öðrum að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa sagt að aðrir bakhjarlar Úkraínu þurfi einnig að senda skriðdreka. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Sjá einnig: Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Pólverjar báðu Þjóðverja formlega um leyfi til að senda skriðdrekana í morgun, eftir margra vikna viðræður og jafnvel deilur. Bloomberg hefur heimildir fyrir því að Scholz muni gefa Pólverjum grænt ljós á morgun. Þá fór Sauli Niinisto, forseti Finnlands, í óvænta heimsókn til Kænugarðs í morgun. Finnar eru meðal þeirra sem hafa sagst vilja senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Eftir fund Niinisto og Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, sagði sá síðarnefndi að þeir hefðu meðal annars rætt skriðdrekasendingar og það að skapa vettvang þar sem fleiri ríki geta stutt Úkraínu með vopnasendingum. Niinistö heimsótti einnig Bucha og Borodianka og sagði að draga þyrfti rússneska hermenn til ábyrgðar fyrir ódæði þeirra þar. Visited Borodianka and Bucha. The atrocities committed here must not go unpunished. I remain deeply impressed by the courage and determination of the Ukrainian people, soldiers and civilians alike. It will be remembered for generations to come. pic.twitter.com/LQo6Vq8Q98— Sauli Niinistö (@niinisto) January 24, 2023 Sjá góða leið til að koma boltanum af stað Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu, fyrstir Vesturlandabúa. Þá breyttu Þjóðverjar um tón og sögðu að Bandaríkjamenn þyrftu einnig að senda skriðdreka. Í frétt WSJ segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafi rætt saman í síma fyrir viku síðan og þá hafi Biden lofað því að skoða það hvort Bandaríkjamenn gætu sent sína skriðdreka til Úkraínu. Innan veggja Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er það ekki talin hagkvæm lausn. Embættismenn í Hvíta húsinu og Utanríkisráðuneytinu eru þó sagðir sjá málið í öðru ljósi. Þeir eru sagðir hafa orðið pirraðir yfir hiki Þjóðverja en sjá fyrir sér að með því að senda M1 Abrams skriðdreka sé hægt að koma í veg fyrir frekari deilur meðal bakhjarla Úkraínu og opna á skriðdrekasendingar. Þýskur embættismaður sagði miðlinum að miklar viðræður hafi átt sér stað á milli ríkjanna og mögulega hafi fengist niðurstaða í þær. Bandaríkin Úkraína Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Rússland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu. 23. janúar 2023 07:11 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum úr stjórnsýslu Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Politico hefur einnig heimildir fyrir því að líklega verði skriðdrekar sendir frá Bandaríkjunum til Úkraínu og að verið sé að tala um þrjátíu til fimmtíu skriðdreka. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki viljað senda umrædda skriðdreka til Úkraínu því þeir ganga á sérstöku eldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði til viðhalds og viðgerða en aðrir skriðdrekar. Innviði sem eru ekki til staðar og Bandaríkjamenn segja að taki tíma til að byggja upp. Einnig þurfi reynslu til að gera við þá og það taki einnig tíma að öðlast hana. Bæði Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru að senda töluvert magn bryndreka til Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Ráðamenn nokkurra ríkja í Evrópu hafa sagst vilja senda þýska skriðdreka til Úkraínu. Þrettán ríki eru sögð nota Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi og eru tvö þúsund slíkir sagðir í notkun í heimsálfunni. Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um að senda sér skriðdreka. Pólverjar hafa að undanförnu beitt Þjóðverja miklum þrýstingi en þeir síðarnefndu hafa dregið lappirnar í að leyfa Pólverjum og öðrum að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa sagt að aðrir bakhjarlar Úkraínu þurfi einnig að senda skriðdreka. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Sjá einnig: Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Pólverjar báðu Þjóðverja formlega um leyfi til að senda skriðdrekana í morgun, eftir margra vikna viðræður og jafnvel deilur. Bloomberg hefur heimildir fyrir því að Scholz muni gefa Pólverjum grænt ljós á morgun. Þá fór Sauli Niinisto, forseti Finnlands, í óvænta heimsókn til Kænugarðs í morgun. Finnar eru meðal þeirra sem hafa sagst vilja senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Eftir fund Niinisto og Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, sagði sá síðarnefndi að þeir hefðu meðal annars rætt skriðdrekasendingar og það að skapa vettvang þar sem fleiri ríki geta stutt Úkraínu með vopnasendingum. Niinistö heimsótti einnig Bucha og Borodianka og sagði að draga þyrfti rússneska hermenn til ábyrgðar fyrir ódæði þeirra þar. Visited Borodianka and Bucha. The atrocities committed here must not go unpunished. I remain deeply impressed by the courage and determination of the Ukrainian people, soldiers and civilians alike. It will be remembered for generations to come. pic.twitter.com/LQo6Vq8Q98— Sauli Niinistö (@niinisto) January 24, 2023 Sjá góða leið til að koma boltanum af stað Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu, fyrstir Vesturlandabúa. Þá breyttu Þjóðverjar um tón og sögðu að Bandaríkjamenn þyrftu einnig að senda skriðdreka. Í frétt WSJ segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafi rætt saman í síma fyrir viku síðan og þá hafi Biden lofað því að skoða það hvort Bandaríkjamenn gætu sent sína skriðdreka til Úkraínu. Innan veggja Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er það ekki talin hagkvæm lausn. Embættismenn í Hvíta húsinu og Utanríkisráðuneytinu eru þó sagðir sjá málið í öðru ljósi. Þeir eru sagðir hafa orðið pirraðir yfir hiki Þjóðverja en sjá fyrir sér að með því að senda M1 Abrams skriðdreka sé hægt að koma í veg fyrir frekari deilur meðal bakhjarla Úkraínu og opna á skriðdrekasendingar. Þýskur embættismaður sagði miðlinum að miklar viðræður hafi átt sér stað á milli ríkjanna og mögulega hafi fengist niðurstaða í þær.
Bandaríkin Úkraína Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Rússland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu. 23. janúar 2023 07:11 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09
Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu. 23. janúar 2023 07:11
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“