Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 07:30 Rheinmetall er reiðubúið til að senda skriðdreka til Úkraínu. AP/Martin Meissner Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira
Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira