Erlent

Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Morawiecki var afdráttarlaus í gagnrýni sinni á Þjóðverja.
Morawiecki var afdráttarlaus í gagnrýni sinni á Þjóðverja. epa/Jakub Kaczmarczyk

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu.

Þjóðverjar sæta miklum þrýstingi vegna málsins og hafa ítrekað verið hvattir til að sjá Úkraínumönnum fyrir skriðdrekum, eða í það minnsta greiða fyrrir því að önnur ríki fái að senda þeim þýska skriðdreka í sinni eigu.

Morawiecki sagði framgöngu Þjóðverja óafsakanlega; næstum ár væri liðið frá því að innrás Rússa hófst og sprengjum rigndi á borgir Úkraínu og konur og börn væru myrt. 

Sagðist forsætisráðherrann jafnan reyna að vanda orð sín en hann vildi vera skýr; Úkraína og Evrópa myndu hafa sigur í stríðinu, með eða án aðstoðar Þjóðverja.

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að ákvörðunar væri að vænta. Stjórnvöld vildu hins vegar ekki flýta sér um of og margt væri að athuga, meðal annars öryggi Þjóðverja sjálfra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×