Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 11:01 Leopard 2 skriðdreki í eigu pólska hersins. EPA/Marcin Bielecki Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. Mariusz Błaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði frá því í morgun að formleg beiðni hafi verið lögð fram og að ríkisstjórn Þýskalands hefði fengið hana. Ráðherrann hvatti Þjóðverja einnig til að ganga til liðs við þau ríki sem vilja senda Úkraínumönnum Leopard 2 skriðdreka. Þeir eru framleiddir í Þýskalandi en eru notaðir af mörgum ríkjum Evrópu. Ráðamenn í nokkrum ríkjum hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu ríkisstjórn Þýskalands hefur ekki tekið vel í það hingað til. „Þetta er sameiginlegur málstaður okkar allra, því þetta snýst um öryggi allrar Evrópu,“ sagði Blaszczak. Niemcy otrzymali ju nasz wniosek o wyra enie zgody na przekazanie czo gów Leopard 2 na Ukrain . Apeluj tak e do strony niemieckiej o przy czenie si do koalicji pa stw wspieraj cych Ukrain czo gami Leopard 2. To nasza wspólna sprawa, bo chodzi o bezpiecze stwo ca ej Europy! pic.twitter.com/9oMQihI83Z— Mariusz B aszczak (@mblaszczak) January 24, 2023 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að sama hvert svar Þjóðverja við beiðni Pólverja yrði, myndi ríkisstjórn hans samt senda skriðdreka til Úkraínumanna. „Jafnvel þó við fáum ekki leyfi, munum við hvort eð er senda skriðdreka okkar til Úkraínu í slagtogi með öðrum ríkjum, jafnvel þó Þýskaland sé ekki hluti að því,“ sagði Morawiecki, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Vilja vestræna skriðdreka Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Úkraínumenn hafa fengið mikið af skriðdrekum frá tímum Sovétríkjanna að gjöf frá ríkjum Austur-Evrópu. Þeir segjast þó þurfa vestræna skriðdreka og þá að miklu leyti vegna þess að Vesturlönd framleiða ekki þau skotfæri sem sovésku skriðdrekarnir nota. Varahlutir eru einnig vandamál, þar sem skriðdrekarnir eru nú eingöngu framleiddir í Rússlandi og hjá bandamönnum Rússlands. Hingað til eru Bretar þeir einu sem hafa tekið ákvörðunum að senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka. Þeir eiga þó tiltölulega fáa en ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fundaði í morgun með Boris Pistorius, nýjum varnarmálaráðherra Þýskalands. Í kjölfar þess fundar sagði Stoltenberg að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þurfa til að verjast innrás Rússa, þar sem ráðamenn í Rússlandi hafi sýnt fram á að þeir ætli ekki að breyta um stefnu. Good meeting with Defence Minister Boris Pistorius in Berlin. Thanks to #Germany for your commitment to #NATO & your strong support to #Ukraine. At this pivotal moment, we must continue to provide Ukraine with the support it needs. pic.twitter.com/KJqw19rbjM— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 24, 2023 Stoltenbert sagði einnig að hann ætti von á því að Þjóðverjar myndu taka fljótt ákvörðun um skriðdrekasendingarnar. Pistorius sagði eftir fundinn að bakhjarlar Úkraínu sem vilja senda skriðdreka til Úkraínu geti byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á þá, sem hann hafði einnig sagt nokkrum dögum áður. Pólland Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Bretland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Mariusz Błaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði frá því í morgun að formleg beiðni hafi verið lögð fram og að ríkisstjórn Þýskalands hefði fengið hana. Ráðherrann hvatti Þjóðverja einnig til að ganga til liðs við þau ríki sem vilja senda Úkraínumönnum Leopard 2 skriðdreka. Þeir eru framleiddir í Þýskalandi en eru notaðir af mörgum ríkjum Evrópu. Ráðamenn í nokkrum ríkjum hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu ríkisstjórn Þýskalands hefur ekki tekið vel í það hingað til. „Þetta er sameiginlegur málstaður okkar allra, því þetta snýst um öryggi allrar Evrópu,“ sagði Blaszczak. Niemcy otrzymali ju nasz wniosek o wyra enie zgody na przekazanie czo gów Leopard 2 na Ukrain . Apeluj tak e do strony niemieckiej o przy czenie si do koalicji pa stw wspieraj cych Ukrain czo gami Leopard 2. To nasza wspólna sprawa, bo chodzi o bezpiecze stwo ca ej Europy! pic.twitter.com/9oMQihI83Z— Mariusz B aszczak (@mblaszczak) January 24, 2023 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að sama hvert svar Þjóðverja við beiðni Pólverja yrði, myndi ríkisstjórn hans samt senda skriðdreka til Úkraínumanna. „Jafnvel þó við fáum ekki leyfi, munum við hvort eð er senda skriðdreka okkar til Úkraínu í slagtogi með öðrum ríkjum, jafnvel þó Þýskaland sé ekki hluti að því,“ sagði Morawiecki, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Vilja vestræna skriðdreka Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Úkraínumenn hafa fengið mikið af skriðdrekum frá tímum Sovétríkjanna að gjöf frá ríkjum Austur-Evrópu. Þeir segjast þó þurfa vestræna skriðdreka og þá að miklu leyti vegna þess að Vesturlönd framleiða ekki þau skotfæri sem sovésku skriðdrekarnir nota. Varahlutir eru einnig vandamál, þar sem skriðdrekarnir eru nú eingöngu framleiddir í Rússlandi og hjá bandamönnum Rússlands. Hingað til eru Bretar þeir einu sem hafa tekið ákvörðunum að senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka. Þeir eiga þó tiltölulega fáa en ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fundaði í morgun með Boris Pistorius, nýjum varnarmálaráðherra Þýskalands. Í kjölfar þess fundar sagði Stoltenberg að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þurfa til að verjast innrás Rússa, þar sem ráðamenn í Rússlandi hafi sýnt fram á að þeir ætli ekki að breyta um stefnu. Good meeting with Defence Minister Boris Pistorius in Berlin. Thanks to #Germany for your commitment to #NATO & your strong support to #Ukraine. At this pivotal moment, we must continue to provide Ukraine with the support it needs. pic.twitter.com/KJqw19rbjM— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 24, 2023 Stoltenbert sagði einnig að hann ætti von á því að Þjóðverjar myndu taka fljótt ákvörðun um skriðdrekasendingarnar. Pistorius sagði eftir fundinn að bakhjarlar Úkraínu sem vilja senda skriðdreka til Úkraínu geti byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á þá, sem hann hafði einnig sagt nokkrum dögum áður.
Pólland Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Bretland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30
Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54