Enski boltinn

Haaland með fleiri mörk en níu lið ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester City  á móti Úlfunum um helgina.
Erling Haaland fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester City  á móti Úlfunum um helgina. AP/Dave Thompson

Norski ofurframherjinn Erling Haaland bætti þremur mörkum við í sigri Manchester City í gær og hefur þar með skorað 25 deildarmörk á tímabilinu.

Haaland hefur ekki aðeins skorað miklu meira en mark í leik (19 leikir) og tíu mörkum meira en næsti maður á markalistanum (Harry Kane) heldur eru nærri því helmingur liða deildarinnar sem hafa ekki náð að skora jafnmörg mörk og hann.

Þegar Haaland skoraði fyrsta markið af þremur í gær, þá jafnaði hann markafjölda markahæsta leikmanns síðasta tímabils og við erum enn í janúar.

25 mörk frá Haaland þýða að hann er búinn að skora meira en níu lið deildarinnar en þau eru Chelsea, Aston Villa, Crystal Palace, Nottingham Forest, West Ham, Wolves, Bournemouth, Everton og Southampton.

Þetta var fjórða þrenna kappans á tímabilinu og er hann þar með búinn að skora fleiri þrennur í fyrsti nítján leikjum sínum en Cristiano Ronaldo náði á öllum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×