Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 11. janúar 2023 19:21 Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. Mjög harðir og blóðugir bardagar hafa verið undanfarna mánuði um borgina Bhakmut og nú síðustu daga um bæinn Soledar norður af Bhakmut.Grafík/Sara Fyrir nokkrum dögum tóku Rússar að beina árásum sínum á nágrannabæinn Soledar og herma óstaðfestar fréttir að þeir hafi náð yfirráðum yfir bænum. Átökin við Bhakmut eru að mestu gamaldags skotgrafahernaður. Úkraínumenn kalla eftir skriðdrekum og öðrum þungavopnum frá Vesturlöndum til að vinna á Rússum.AP/Evgeniy Maloletka Úkraínumenn halda áfram að hvetja Vesturlönd til að senda sér skriðdreka og önnur þungavopn sem þeir segja nauðsynlegt til að vinna á Rússum. Það voru fagnaðarfundir með forseta Póllands og Úkraínu í Lviv í dag enda eru Pólverjar einir dyggustu stuðningsmenn Úkraínumanna í stríðinu við Rússland.AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti var þó sigurviss þegar hann ávarpaði Golden Globe verðlaunahátíðina í gærkvöldi. „Fyrri heimsstyrjöldin kostaði milljónir manna lífið. Seinni heimsstyrjöldin kostaði tugi milljóna manna lífið. Það verður engin þriðja heimsstyrjöld. Þetta er ekki þríleikur. Úkraína mun stöðva árás Rússa á land okkar. Okkur mun takast það með stuðningi alls hins frjálsa heims. Ég vona að þið verðið öll með okkur á degi sigursins, á degi sigurs okkar,“ sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Senda vestræna skriðdreka Zelenskyy hitti í dag þá Andrzej Duda forseta Póllands og Gitanas Nauséda forseta Litháens. Duda tilkynnti eftir fundinn að Pólverjar myndu senda Úkraínu að minnsta kosti fjórtán Leopard skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi. Duda segir fleiri ríki sem eiga Leopard skriðdreka þurfa einnig að þá til Úkraínu. Áður hafa ráðamenn í Finnlandi sagst tilbúnir að senda Leopard til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu en ríkisstjórn Þýskalands þyrfti að gefa heimild fyrir því að senda skriðdrekana til þriðja aðila eins og Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Þá tilkynnti Risi Sunak forsætisráðherra Bretlands í dag að hann hefði skipað Ben Wallace varnarmálaráðherra að vinna með öðrum bandamönnum að því að aðstoða Úkraínumenn frekar. Meðal annars með því að útvega þeim skriðdreka. Breskir fjölmiðlar sögðu nýverið frá því að Bretar væru að skoða að senda breska Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Sunak staðfesti það þó ekki í dag. Gallinn er sá, samkvæmt frétt Guardian, að Bretar eiga tiltölulega fáa skriðdreka, eða 227, og geta því ekki sent marga til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Hingað til hafa Rússar hafa Rússar hins vegar stigmagnað átökin burt séð frá því sem Vesturlönd gera. Bakhjarlar Úkraínu munu funda í Ramstein í Þýskalandi þann 20. janúar næstkomandi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Litháen Pólland Tengdar fréttir Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30 Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Mjög harðir og blóðugir bardagar hafa verið undanfarna mánuði um borgina Bhakmut og nú síðustu daga um bæinn Soledar norður af Bhakmut.Grafík/Sara Fyrir nokkrum dögum tóku Rússar að beina árásum sínum á nágrannabæinn Soledar og herma óstaðfestar fréttir að þeir hafi náð yfirráðum yfir bænum. Átökin við Bhakmut eru að mestu gamaldags skotgrafahernaður. Úkraínumenn kalla eftir skriðdrekum og öðrum þungavopnum frá Vesturlöndum til að vinna á Rússum.AP/Evgeniy Maloletka Úkraínumenn halda áfram að hvetja Vesturlönd til að senda sér skriðdreka og önnur þungavopn sem þeir segja nauðsynlegt til að vinna á Rússum. Það voru fagnaðarfundir með forseta Póllands og Úkraínu í Lviv í dag enda eru Pólverjar einir dyggustu stuðningsmenn Úkraínumanna í stríðinu við Rússland.AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti var þó sigurviss þegar hann ávarpaði Golden Globe verðlaunahátíðina í gærkvöldi. „Fyrri heimsstyrjöldin kostaði milljónir manna lífið. Seinni heimsstyrjöldin kostaði tugi milljóna manna lífið. Það verður engin þriðja heimsstyrjöld. Þetta er ekki þríleikur. Úkraína mun stöðva árás Rússa á land okkar. Okkur mun takast það með stuðningi alls hins frjálsa heims. Ég vona að þið verðið öll með okkur á degi sigursins, á degi sigurs okkar,“ sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Senda vestræna skriðdreka Zelenskyy hitti í dag þá Andrzej Duda forseta Póllands og Gitanas Nauséda forseta Litháens. Duda tilkynnti eftir fundinn að Pólverjar myndu senda Úkraínu að minnsta kosti fjórtán Leopard skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi. Duda segir fleiri ríki sem eiga Leopard skriðdreka þurfa einnig að þá til Úkraínu. Áður hafa ráðamenn í Finnlandi sagst tilbúnir að senda Leopard til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu en ríkisstjórn Þýskalands þyrfti að gefa heimild fyrir því að senda skriðdrekana til þriðja aðila eins og Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Þá tilkynnti Risi Sunak forsætisráðherra Bretlands í dag að hann hefði skipað Ben Wallace varnarmálaráðherra að vinna með öðrum bandamönnum að því að aðstoða Úkraínumenn frekar. Meðal annars með því að útvega þeim skriðdreka. Breskir fjölmiðlar sögðu nýverið frá því að Bretar væru að skoða að senda breska Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Sunak staðfesti það þó ekki í dag. Gallinn er sá, samkvæmt frétt Guardian, að Bretar eiga tiltölulega fáa skriðdreka, eða 227, og geta því ekki sent marga til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Hingað til hafa Rússar hafa Rússar hins vegar stigmagnað átökin burt séð frá því sem Vesturlönd gera. Bakhjarlar Úkraínu munu funda í Ramstein í Þýskalandi þann 20. janúar næstkomandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Litháen Pólland Tengdar fréttir Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30 Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07
Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36