Íhuga að senda breska skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 18:15 Breskir hermenn á Challenger 2 skriðdrekum á æfingu. Bretar eru sagðir íhuga að senda tíu skriðdreka til Úkraínu. EPA/FILIP SINGER Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í síðustu viku umfangsmiklar hergagnasendingar til Úkraínu. Þær fela meðal annars í sér að senda vestræna bryndreka til Úkraínu, sem sumir hverjir eru hannaðir til bardaga en ekki eingöngu til þess að flytja hermenn, eins og þeir vestrænu bryndrekar sem sendir hafa verið til Úkraínu hingað til. Bandaríkjamenn ætla að senda fimmtíu Bradley-bryndreka til Úkraínu og Þjóðverjar fjörutíu Marder-bryndreka. Frakkar ætla að senda Úkraínumönnum þrjátíu AMX-10 farartæki, sem hægt er að lýsa sem léttum skriðdrekum. Frekari upplýsingar um bryndrekana og AMX-10 má finna í fréttinni hér að neðan. Þegar áðurnefnd ákvörðun var tilkynnt í síðustu viku þökkuðu Úkraínumenn fyrir sig en ítrekuðu að þeir hefðu þörf fyrir vestræna skriðdreka. Slíkar hergagnasendingar myndu hjálpa þeim að binda enda á innrás Rússa. Erindrekar þeirra um fimmtíu ríkja sem eru bakhjarlar Úkraínu munu funda þann 20. janúar næstkomandi. Í frétt Sky segir að mögulega verði ákvörðun um að senda skriðdreka til Úkraínu opinberuð þá, ef sú ákvörðun verður tekin. Guardian hefur einnig eftir heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bretlands að málið sé til skoðunar. Challenger 2 skriðdrekar hafa verið í notkun í Bretlandi frá 1994 en þeir voru hannaðir á níunda áratugnum. Hann er meðal annars búinn 120 mm fallbyssu. Fjórir menn eru í áhöfn skriðdrekans sem er með 1.200 hestafla dísilvél. Bretar gerðu í fyrra stóran samning við breska fyrirtækið BAE Systems Land og þýska fyrirtækið Rheinmetall um að nútímavæða 148 skriðdreka. Eftir breytingarnar eiga þeir að kallast Challenger 3. Vona að steinvala komi af stað skriðu Einn heimildarmaður Sky segir að verið sé að skoða að senda tíu Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það þykir í sjálfu sér ekki afgerandi vopnasending, ef af verður. Sky segir þó að slík vopnasending til Úkraínu gæti leitt til þess að ráðamenn í fleiri ríkjum gætu tekið sambærilegt skref. „þetta verður gott fordæmi fyrir aðra, og þá aðallega fyrir Þjóðverja og Leopard-skriðdreka þeirra. Líka Abrams-skriðdreka frá Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður Sky í Úkraínu. Úkraínumenn og önnur ríki í Austur-Evrópu hafa kallað eftir því að Leopard 2-skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu og þar á meðal í Póllandi og í Finnlandi en ráðamenn þar hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Lokaákvörðunin er þó á höndum ríkisstjórnar Þýskalands og þeir hafa þvertekið fyrir að ríkin sendi umrædda skriðdreka til Úkraínu. Hér að neðan má sjá tíst frá Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands. Tékkar hafa sent gamla en uppfærða T-72 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Na tank T-72, který poputuje na Ukrajinu, jsem napsal state ným ukrajinským obránc m krátký vzkaz. V ím, e Ukrajinci zvít zí v jejich boji s ruským agresorem. pic.twitter.com/XtM4NdaMDX— Petr Fiala (@P_Fiala) January 9, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Hernaður Tengdar fréttir Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í síðustu viku umfangsmiklar hergagnasendingar til Úkraínu. Þær fela meðal annars í sér að senda vestræna bryndreka til Úkraínu, sem sumir hverjir eru hannaðir til bardaga en ekki eingöngu til þess að flytja hermenn, eins og þeir vestrænu bryndrekar sem sendir hafa verið til Úkraínu hingað til. Bandaríkjamenn ætla að senda fimmtíu Bradley-bryndreka til Úkraínu og Þjóðverjar fjörutíu Marder-bryndreka. Frakkar ætla að senda Úkraínumönnum þrjátíu AMX-10 farartæki, sem hægt er að lýsa sem léttum skriðdrekum. Frekari upplýsingar um bryndrekana og AMX-10 má finna í fréttinni hér að neðan. Þegar áðurnefnd ákvörðun var tilkynnt í síðustu viku þökkuðu Úkraínumenn fyrir sig en ítrekuðu að þeir hefðu þörf fyrir vestræna skriðdreka. Slíkar hergagnasendingar myndu hjálpa þeim að binda enda á innrás Rússa. Erindrekar þeirra um fimmtíu ríkja sem eru bakhjarlar Úkraínu munu funda þann 20. janúar næstkomandi. Í frétt Sky segir að mögulega verði ákvörðun um að senda skriðdreka til Úkraínu opinberuð þá, ef sú ákvörðun verður tekin. Guardian hefur einnig eftir heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bretlands að málið sé til skoðunar. Challenger 2 skriðdrekar hafa verið í notkun í Bretlandi frá 1994 en þeir voru hannaðir á níunda áratugnum. Hann er meðal annars búinn 120 mm fallbyssu. Fjórir menn eru í áhöfn skriðdrekans sem er með 1.200 hestafla dísilvél. Bretar gerðu í fyrra stóran samning við breska fyrirtækið BAE Systems Land og þýska fyrirtækið Rheinmetall um að nútímavæða 148 skriðdreka. Eftir breytingarnar eiga þeir að kallast Challenger 3. Vona að steinvala komi af stað skriðu Einn heimildarmaður Sky segir að verið sé að skoða að senda tíu Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það þykir í sjálfu sér ekki afgerandi vopnasending, ef af verður. Sky segir þó að slík vopnasending til Úkraínu gæti leitt til þess að ráðamenn í fleiri ríkjum gætu tekið sambærilegt skref. „þetta verður gott fordæmi fyrir aðra, og þá aðallega fyrir Þjóðverja og Leopard-skriðdreka þeirra. Líka Abrams-skriðdreka frá Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður Sky í Úkraínu. Úkraínumenn og önnur ríki í Austur-Evrópu hafa kallað eftir því að Leopard 2-skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu og þar á meðal í Póllandi og í Finnlandi en ráðamenn þar hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Lokaákvörðunin er þó á höndum ríkisstjórnar Þýskalands og þeir hafa þvertekið fyrir að ríkin sendi umrædda skriðdreka til Úkraínu. Hér að neðan má sjá tíst frá Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands. Tékkar hafa sent gamla en uppfærða T-72 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Na tank T-72, který poputuje na Ukrajinu, jsem napsal state ným ukrajinským obránc m krátký vzkaz. V ím, e Ukrajinci zvít zí v jejich boji s ruským agresorem. pic.twitter.com/XtM4NdaMDX— Petr Fiala (@P_Fiala) January 9, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Hernaður Tengdar fréttir Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00