Íhuga að senda breska skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 18:15 Breskir hermenn á Challenger 2 skriðdrekum á æfingu. Bretar eru sagðir íhuga að senda tíu skriðdreka til Úkraínu. EPA/FILIP SINGER Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í síðustu viku umfangsmiklar hergagnasendingar til Úkraínu. Þær fela meðal annars í sér að senda vestræna bryndreka til Úkraínu, sem sumir hverjir eru hannaðir til bardaga en ekki eingöngu til þess að flytja hermenn, eins og þeir vestrænu bryndrekar sem sendir hafa verið til Úkraínu hingað til. Bandaríkjamenn ætla að senda fimmtíu Bradley-bryndreka til Úkraínu og Þjóðverjar fjörutíu Marder-bryndreka. Frakkar ætla að senda Úkraínumönnum þrjátíu AMX-10 farartæki, sem hægt er að lýsa sem léttum skriðdrekum. Frekari upplýsingar um bryndrekana og AMX-10 má finna í fréttinni hér að neðan. Þegar áðurnefnd ákvörðun var tilkynnt í síðustu viku þökkuðu Úkraínumenn fyrir sig en ítrekuðu að þeir hefðu þörf fyrir vestræna skriðdreka. Slíkar hergagnasendingar myndu hjálpa þeim að binda enda á innrás Rússa. Erindrekar þeirra um fimmtíu ríkja sem eru bakhjarlar Úkraínu munu funda þann 20. janúar næstkomandi. Í frétt Sky segir að mögulega verði ákvörðun um að senda skriðdreka til Úkraínu opinberuð þá, ef sú ákvörðun verður tekin. Guardian hefur einnig eftir heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bretlands að málið sé til skoðunar. Challenger 2 skriðdrekar hafa verið í notkun í Bretlandi frá 1994 en þeir voru hannaðir á níunda áratugnum. Hann er meðal annars búinn 120 mm fallbyssu. Fjórir menn eru í áhöfn skriðdrekans sem er með 1.200 hestafla dísilvél. Bretar gerðu í fyrra stóran samning við breska fyrirtækið BAE Systems Land og þýska fyrirtækið Rheinmetall um að nútímavæða 148 skriðdreka. Eftir breytingarnar eiga þeir að kallast Challenger 3. Vona að steinvala komi af stað skriðu Einn heimildarmaður Sky segir að verið sé að skoða að senda tíu Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það þykir í sjálfu sér ekki afgerandi vopnasending, ef af verður. Sky segir þó að slík vopnasending til Úkraínu gæti leitt til þess að ráðamenn í fleiri ríkjum gætu tekið sambærilegt skref. „þetta verður gott fordæmi fyrir aðra, og þá aðallega fyrir Þjóðverja og Leopard-skriðdreka þeirra. Líka Abrams-skriðdreka frá Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður Sky í Úkraínu. Úkraínumenn og önnur ríki í Austur-Evrópu hafa kallað eftir því að Leopard 2-skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu og þar á meðal í Póllandi og í Finnlandi en ráðamenn þar hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Lokaákvörðunin er þó á höndum ríkisstjórnar Þýskalands og þeir hafa þvertekið fyrir að ríkin sendi umrædda skriðdreka til Úkraínu. Hér að neðan má sjá tíst frá Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands. Tékkar hafa sent gamla en uppfærða T-72 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Na tank T-72, který poputuje na Ukrajinu, jsem napsal state ným ukrajinským obránc m krátký vzkaz. V ím, e Ukrajinci zvít zí v jejich boji s ruským agresorem. pic.twitter.com/XtM4NdaMDX— Petr Fiala (@P_Fiala) January 9, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Hernaður Tengdar fréttir Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í síðustu viku umfangsmiklar hergagnasendingar til Úkraínu. Þær fela meðal annars í sér að senda vestræna bryndreka til Úkraínu, sem sumir hverjir eru hannaðir til bardaga en ekki eingöngu til þess að flytja hermenn, eins og þeir vestrænu bryndrekar sem sendir hafa verið til Úkraínu hingað til. Bandaríkjamenn ætla að senda fimmtíu Bradley-bryndreka til Úkraínu og Þjóðverjar fjörutíu Marder-bryndreka. Frakkar ætla að senda Úkraínumönnum þrjátíu AMX-10 farartæki, sem hægt er að lýsa sem léttum skriðdrekum. Frekari upplýsingar um bryndrekana og AMX-10 má finna í fréttinni hér að neðan. Þegar áðurnefnd ákvörðun var tilkynnt í síðustu viku þökkuðu Úkraínumenn fyrir sig en ítrekuðu að þeir hefðu þörf fyrir vestræna skriðdreka. Slíkar hergagnasendingar myndu hjálpa þeim að binda enda á innrás Rússa. Erindrekar þeirra um fimmtíu ríkja sem eru bakhjarlar Úkraínu munu funda þann 20. janúar næstkomandi. Í frétt Sky segir að mögulega verði ákvörðun um að senda skriðdreka til Úkraínu opinberuð þá, ef sú ákvörðun verður tekin. Guardian hefur einnig eftir heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bretlands að málið sé til skoðunar. Challenger 2 skriðdrekar hafa verið í notkun í Bretlandi frá 1994 en þeir voru hannaðir á níunda áratugnum. Hann er meðal annars búinn 120 mm fallbyssu. Fjórir menn eru í áhöfn skriðdrekans sem er með 1.200 hestafla dísilvél. Bretar gerðu í fyrra stóran samning við breska fyrirtækið BAE Systems Land og þýska fyrirtækið Rheinmetall um að nútímavæða 148 skriðdreka. Eftir breytingarnar eiga þeir að kallast Challenger 3. Vona að steinvala komi af stað skriðu Einn heimildarmaður Sky segir að verið sé að skoða að senda tíu Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það þykir í sjálfu sér ekki afgerandi vopnasending, ef af verður. Sky segir þó að slík vopnasending til Úkraínu gæti leitt til þess að ráðamenn í fleiri ríkjum gætu tekið sambærilegt skref. „þetta verður gott fordæmi fyrir aðra, og þá aðallega fyrir Þjóðverja og Leopard-skriðdreka þeirra. Líka Abrams-skriðdreka frá Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður Sky í Úkraínu. Úkraínumenn og önnur ríki í Austur-Evrópu hafa kallað eftir því að Leopard 2-skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu og þar á meðal í Póllandi og í Finnlandi en ráðamenn þar hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka. Lokaákvörðunin er þó á höndum ríkisstjórnar Þýskalands og þeir hafa þvertekið fyrir að ríkin sendi umrædda skriðdreka til Úkraínu. Hér að neðan má sjá tíst frá Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands. Tékkar hafa sent gamla en uppfærða T-72 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Na tank T-72, který poputuje na Ukrajinu, jsem napsal state ným ukrajinským obránc m krátký vzkaz. V ím, e Ukrajinci zvít zí v jejich boji s ruským agresorem. pic.twitter.com/XtM4NdaMDX— Petr Fiala (@P_Fiala) January 9, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Hernaður Tengdar fréttir Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00