Íslenski boltinn

FH staðfestir komu Kjartans Henrys

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kjartan Henry leikur með FH næsta sumar.
Kjartan Henry leikur með FH næsta sumar. FH

FH hefur tilkynnt komu Kjartans Henrys Finnbogasonar til liðsins frá KR. Hann mun því spila með liðinu á komandi sumri í Bestu deild karla.

Kjartan Henry, sem verður 37 ára gamall síðar á árinu, yfirgaf KR undir lok síðustu leiktíðar þegar KR nýtti sér klásúlu í samningi hans til að segja honum upp. 

Hann hefur leitað nýs félags síðan en líkt og greint var frá á Vísi í gær var ljóst að FH yrði næsti áfangastaður hans. FH tilkynnti um komu hans í dag og að hann muni leika í treyju númer níu hjá félaginu.

Kjartan Henry er þriðji leikmaðurinn sem FH fær í sínar raðir í vetur á eftir markverðinum Sindra Kristni Ólafssyni og varnarmanninum Dani Hatakka, en báðir komu þeir frá Keflavík.

Heimir Guðjónsson tók við þjálfun liðsins í annað skipti á sínum ferli eftir að síðustu leiktíð lauk. FH gekk afar illa í fyrra þar sem liðið hélt naumlega sæti sínu í Bestu deildinni.

FH hefur leik í Bestu deild karla 2023 þann 10. apríl næstkomandi þegar liðið heimsækir Fram í Úlfársdal.

Hvað gerðist hjá KR og Kjartani í haust?

Í kjölfarið mætti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtal á Stöð 2 Sport þar sem hann sagði að til hefði staðið að semja við Kjartan Henry að nýju en á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta.

Þegar knattspyrnutímabilinu 2022 var lauk var Kjartan Henry samningslaus en í nóvember gaf stjórn knattspyrnudeildar KR út einskonar kveðjubréf þar sem framherjanum var þakkað fyrir hans framlag og honum óskað velfarnaðar. Þar kom fram að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“


Tengdar fréttir

Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans

Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×