Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 08:56 Margir hafa bent á að Rússar hafi ekki veigrað sér við að sprengja upp skotmörk 25. desember, þegar flestir Úkraínumanna héldu upp á jólin. AP/Alexei Alexandrov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023 Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00