Veður

Skjótt skipast veður í lofti

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bylurinn er skollinn á.
Bylurinn er skollinn á. samsett/ólafur

Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir. 

Gul viðvörun er enn í gildi á suðvesturhorni, Suðurlandi og Vesturlandi. Búist er við því að það stytti upp í kvöld og að ágætlega viðri til flugeldasprenginga. Uppúr miðnætti á að hvessa á ný. 

Útsýni af fréttastofu um hádegi. vísir/ólafur
Útsýnið af fréttastofu klukkan 14vísir/ólafur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×