Man United vildi Gakpo síðasta sumar en hefur ekki efni á honum nú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 16:17 Cody Gakpo var frábær á HM og er nú á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. Þó ekki til Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vildi festa kaup á Coady Gakpo, nýjasta leikmanni Liverpool, síðasta sumar en félagið náði ekki að ganga frá kaupunum þar sem brasilíski vængmaðurinn Antony kostaði meira en áætlað var. Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Ten Hag tók við Man United í sumar á þessu ári og hóf strax að styrkja leikmannahópinn. The Athletic greinir frá því að Man Utd hafi viljað kaupa Gakpo þá en Ten Hag var handviss um að leikmaðurinn gæti spilað sem fremsti maður. Á endanum gengu kaupin ekki í gegn þar sem Ajax neitaði að lækka verðmiðann á Antony og því var Gakpo áfram hjá PSV. Hann spilaði svo frábærlega með Hollandi á HM og nú hafa erkifjendur Man Utd í Liverpool keypt kappann. Man United virtist ætla að reyna aftur við Gakpo nú í desember en ákvað á endanum að það væri ekki þess virði þar sem það myndi þýða að Ten Hag hefði minna milli handanna næsta sumar. Ten Hag segir Man United vera á höttunum á eftir framherja sem passar bæði í leikstíl liðsins sem og fjárhagsáætlun þess. The Athletic nefnir Memphis Depay, leikmann Barcelona, og Eric Maxim Choupo-Moting, leikmann Bayern München, sem ódýra valkosti en Börsungar vilja losna við Memphis á meðan samningur Choupo-Moting rennur út í sumar. #MUFC declined to go for Cody Gakpo due to finances. Had been weighing up money for a bid but decision now made only loans in Jan are affordable.First time Erik ten Hag s favoured front four have played at least a half together. He s hoping for more.https://t.co/uz5E2dO8Hm— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 28, 2022 Líklegast er þó að Man United reyni að sækja framherja á láni. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem liðið gerir það á undanförnum árum. Radamel Falcao kom tímabilið 2014-15 og Odion Ighalo tímabilið 2020-21. Manchester United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig að loknum 15 leikjum. Liðið hefur farið vel af stað eftir HM pásuna og unnið 2-0 sigur á Burnley, toppliði B-deildarinnar, í deildarbikarnum og 3-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira