Enski boltinn

LeBron og eigendur Liverpool líta til Las Vegas

Valur Páll Eiríksson skrifar
LeBron James hefur verið hluthafahópi Liverpool frá árinu 2011.
LeBron James hefur verið hluthafahópi Liverpool frá árinu 2011. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Fenway Sports Group, sem á meirihluta í enska fótboltaliðinu Liverpool, ætla að selja félagið til að demba sér í bandaríska körfuboltann ásamt körfuboltastjörnunni LeBron James sem á einnig hlut í Liverpool. Þeir hyggjast stofna nýtt lið í NBA-deildinni.

Eigendur Liverpool hafa þegar tilkynnt að þeir séu opnir fyrir tilboðum í félagið en Fenway-félagið hefur átt meirihluta í Liverpool frá árinu 2010 og hafa snúið gengi liðsins við eftir stormasama eignartíð Bandaríkjamannana Tom Hicks og George Gillett.

Samkvæmt bandaríska blaðamanninum Bill Simmons vilja stjórnendur hjá Fenway færa sig yfir í körfuboltann þar sem líklegt þykir að NBA-deildin verði stækkuð með tveimur nýjum félögum. Annað verði í Las Vegas og hitt í Seattle.

Fenway vilji í NBA-deildina og stefni til Las Vegas. Fyrirtækið þurfi hins vegar lausafé til að takast á við eins geigvænlegt verkefni og stofnun nýs NBA-félags er. Salan á Liverpool muni liðka fyrir því en samkvæmt Simmons býst NBA-deildin við að fá fjóra milljarða fyrir nýtt félag í Las Vegas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×