Erlent

Hunda­ræninginn hlaut 21 árs fangelsis­dóm

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gaga hét himinháum fundarlaunum.
Gaga hét himinháum fundarlaunum. Getty/Emma McIntyre

Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár.

Maðurinn framdi verknaðinn, ásamt vitorðsmönnum sínum, snemma árs 2021. Ásamt því að skjóta og særa aðstoðarmann Lady Gaga, stal hann tveimur af þremur hundum sem aðstoðarmaðurinn var á gangi með.

Hér má sjá Gaga ásamt einum af hundum sínum árið 2015.Getty/Gilbert Carrasquillo/FilmMagic

Hundarnir þrír eru allir franskir bolabítar og greindu miðlar vestanhafs frá því að Lady Gaga myndi greiða hálfa milljón Bandaríkjadala eða 71,8 milljónir íslenskra króna. Hundunum var síðar skilað heilum á húfi.AP greinir frá því að maðurinn sem hafi skotið aðstoðarmann Lady Gaga hafi samið sig frá réttarhöldum og hafi verið dæmdur til 21 árs fangelsisvistar. Hann er einn úr hópi þriggja sem sögð eru hafa framið verknaðinn.

Greint er frá því að þau sem frömdu glæpinn hafi ekki vitað að um hunda Lady Gaga hafi verið að ræða. Þau hafi verið að leita að hundum af þessu tagi enda séu þeir verulega verðmætir séu þeir hreinræktaðir.


Tengdar fréttir

Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt

Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi.

Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi

Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag.

Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband

Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum.

Að­stoðar­maður Lady Gaga tjáir sig um skot­á­rásina

Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag.

Fimm ákærð vegna árásarinnar á aðstoðarmann Lady Gaga

Fimm hafa verið handteknin og ákærð vegna árásar á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar og hafa þau verið ákærð fyrir morðtilraun og aðild að morðtilraun. Þrír voru handteknir á þriðjudaginn og eru þeir sakaðir um morðtilraun. Í kjölfarið voru tvö handtekin til viðbótar og ákærðir fyrir aðild að morðtilraun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×